:)
Tónleikarnir gengu vel, takk fyrir að koma, þið sem mættuð :) Eftir tónleikana fórum við Gústi, Hakan og Solveig með Grikkjunum okkar í sund. Þetta eru Grikkirnir Margarita og Panos sem við hittum á Ömmukaffi og bentum á að fá að gista hjá Hakani sem, eins og sumir vita, er Tyrkinn okkar og býr í næstu íbúð við okkur. Við fórum allavega í sund og þeim fannst alveg mögnuð þessi heitupottamenning okkar. Við fórum með þau í Laugardalslaugina, byrjuðum í steinapottinum, fórum svo á línuna, fyrst í kaldasta pottinn, slepptum næsta og fórum svo í síðustu tvo. Margarita dembdi sér í heitasta pottinn og var þar heillengi. Ég votta henni virðingu mína fyrir að vera svona hugrökk. Svo fórum við í laugina og enduðum í diskinum. Við Gústi og Solveig fórum en skildum þau eftir og þau voru þar til lokunar. Svo var matur heima hjá mömmu. Hún gaf mér "fjárhagslegan stuðning til Kínaferðar í erlendum og innlendum gjaldeyri" og flugvélasokka. Valla og Ella, kennararnir mínir, gáfu mér bleikt hjarta á hálsmeni úr silfri og með sirkonsteini, amma gaf mér mynd eftir sig og amma og mamma Gústa gáfu mér smá pening. Svo fékk ég að sjálfsögðu blóm. Dagurinn endaði svo í pönnukökum með Emmanuel (USA), Hakani (Tyrkland), Margaritu og Panos (Grikkland) og Solveigu. Já, þetta var nú dkemmtilegur dagur og ég sofnaði algerlega búin um eittleytið.
skrifað af Runa Vala
kl: 19:36
|